Frumkvöðlar

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Frumkvöðlar

Kaupa Í körfu

Að koma að luktum dyrum þegar fyrstu skrefin eru tekin á vinnumarkaði er niðurdrepandi. Í Frumkvöðlasmiðjunni er unnið að því að efla sjálfstraust ungs fólks og opna augu þess fyrir eigin hæfileikum og möguleikunum sem til staðar eru þrátt fyrir kreppu og ótryggt atvinnuástand. Einn hópurinn ætlar að opna þjónustumiðstöð og verslun með fæðubótarefni fyrir fólk í líkamsrækt. Annar hyggst opna verslun með notuð barnaföt og baðvörur. Sá þriðji hyggst opna kaffihúsið Eðalkaffi. Sá fjórði ætlar að bjóða upp á námskeið um það hvernig á að búa til raftónlist. Um þessar mundir taka rúmlega þrjátíu ungmenni þátt í Frumkvöðlasmiðju á Akranesi. Meðalaldurinn er rúmlega 22 ár og hópurinn á það sammerkt að vera í atvinnuleit. Markmiðið með smiðjunni er að veita unga fólkinu sjálfstraust, opna augu þess fyrir möguleikunum og hjálpa því að taka málin í eigin hendur. MYNDATEXTI Inga Dóra Halldórsdóttir, Guðrún Sigríður Gísladóttir og Hekla Gunnarsdóttir leita leiða til að spyrna við atvinnuleysi á Vesturlandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar