Stell úr ull og postulíni

Heiðar Kristjánsson

Stell úr ull og postulíni

Kaupa Í körfu

Í Kirsuberjatrénu við Vesturgötu er nú til sýnis nýstárlegt postulíns- og ullarstell. Það eru listakonurnar Sigríður Ásta Árnadóttir og Kristín Sigfríður Garðarsdóttir sem eru hönnuðirnir á bak við stellið, en það er samstarfsverkefni sem þær unnu fyrir sýningu sem bar yfirskriftina Einu sinni er. Sigríður Ásta er textílhönnuður og á hún heiðurinn af ullarkúlunum sem skreyta stykkin, en Kristín er keramiker. Þær kynntust í gegnum tengsl sín við verslunina og þegar Sigríði var boðið að vera með á sýningunni valdi hún strax Kristínu til að vinna með.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar