Aron og Aníta skoða Jón forseta

Aron og Aníta skoða Jón forseta

Kaupa Í körfu

LÍKAN af togaranum Jóni forseta RE 108, sem til sýnis er á Sjóminjasafninu Víkinni, heillaði Aron og Anítu, átta og sex ára, í gær en ókeypis var á safnið um helgina í tilefni af fimmtíu ára afmæli varðskipsins Óðins. Jón forseti var fyrsti togarinn sem var sérstaklega smíðaður fyrir Íslendinga og kom hingað til lands árið 1907. Varðskipið Óðinn kom hinsvegar hingað 27. janúar 1960 og var þá best búna björgunarskip á norðurslóðum. Var Óðni lagt árið 2007 eftir 47 ára þjónustu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar