Systralag

Svanhildur Eiríksdóttir

Systralag

Kaupa Í körfu

Reykjanesbær | Þau settu sannarlega svip sinn á annars dökkklædda samkomuna litskrúðugu fiðrildin sem leikskólabörn í Reykjanesbæ gerðu fyrir UNIFEM og voru notuð til að skreyta Kaffitár fyrir kynningarfund félagsins sl. laugardag. Fiðrildin vísa í þau áhrif sem UNIFEM vill hafa um heim allan, hvernig vængjablak fiðrildis á einum stað getur orsakað hvirfilbyl hinum megin á hnettinum. Auk þess að kynna starfsemi UNIFEM á heimsvísu fengu gestir m.a. að hlýða á reynslusögu Sylvianne Kithole flóttakonu frá Kenía, sem flúði til Íslands til að hefja nýtt líf. Fjölmargar konur gengu í Systralagið og greiða ákveðna peningaupphæð mánaðarlega í þágu kvenna heimsins og fjölskyldna þeirra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar