Þingeyrakirkja

Morgunblaðið/ Jón Sigurðsson

Þingeyrakirkja

Kaupa Í körfu

Tíðin hefur verið einstaklega hagfelld undanfarnar vikur og má segja að flestir þeir sem á vegi pistilhöfundar hafa orðið taki undir það. Hver góður dagur mót hækkandi sól styttir veturinn og dagurinn í dag, sem er kyndilmessa, gæti hugsanlega sett eitthvert strik í reikninginn ef hin forna þjóðtrú sem sjá má í eftirfarandi þjóðkvæði, rætist. Sólin sem farin er að skína á flesta í sýslunni nema ábúendur á Mosfelli í Svínadal mætti að skaðlausu fela sig á bak við ský í dag fyrir þá sem rammir eru í þjóðtrúnni en ef litið er á veðurspár þá getur brugðið til beggja vona. MYNDATEXTI Þingeyrakirkja Kirkjan sú stendur styrkum stoðum í miðju Húnaþingi og sést þar vítt um héraðið. Grunnurinn er góður og byggingin gerð úr traustum einingum sem vandlega eru valdar og ekki teknar að láni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar