EM 2010 - ÍSLAND - FRAKKLAND

EM 2010 - ÍSLAND - FRAKKLAND

Kaupa Í körfu

GUÐJÓN L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar Handknattleikssambands Íslands, segir að margt jákvætt hafi sést í dómgæslunni á Evrópumeistaramótinu í Austurríki, þrátt fyrir mikla gagnrýni þjálfara og leikmanna á störf dómara. „Ég held að það hafi verið dregin nokkuð skörp lína fyrir dómara fyrir mótið og því miður hafi ekki allir náð að vinna á réttan hátt út frá þeirri línu,“ segir Guðjón. „Það var til dæmis tekið nokkuð á leikaraskap, en kannski ekki nóg.“ Guðjón segir að sviðsljósinu verði áfram beint að sóknarbrotum, einkum meðal línumanna. Það verði örugglega mikið í umræðunni á næstu leiktíð því í sumar verði gerðar breytingar á keppnisreglunum sem verði stórum og sterkvöxnum línumönnum óhagstæðar. | Íþróttir. MYNDATEXTI Ásgeir Örn Hallgrímsson og dómari á EM í Austurríki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar