Lífshlaup í Sjálandsskóla

Lífshlaup í Sjálandsskóla

Kaupa Í körfu

LÍF og fjör var í Sjálandsskóla í Garðabæ í gærmorgun þegar heilsuverndarátak sem kallast Lífshlaupið var formlega ræst í þriðja skipti. Þau Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, og Margrét Björnsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar, reyndu þar með sér í skemmtilegum þrautum í anda Skólahreysti. Katrín og Álfheiður gáfu ekkert eftir þegar kom að því að sippa og hafa eflaust búið vel að sippi bernskunnar. Ekki var laust við að tilburðir fullorðna fólksins vektu kátínu hjá börnunum, sem sjálf gáfu sig að fullu í keppnina. Markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig og huga að hreyfingu í frítíma, við heimilisstörf, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Fjölmargir hafa þegar skráð sig til leiks, bæði fullorðnir á vinnustöðum og nemendur í grunnskólum. | 15

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar