365 / Fréttablaðið

Heiddi /Heiðar Kristjánsson

365 / Fréttablaðið

Kaupa Í körfu

ALLT reiðufé, sem fékkst fyrir sölu fjölmiðlahluta 365 hf. til Rauðsólar, var nýtt til að greiða upp í óveðtryggð skuldabréf félagsins. Jafnframt voru skuldabréf félagsins tryggð með ábyrgð Teymis hf. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Stefán Hilmarsson, fjármálastjóri 365 miðla, sendi Morgunblaðinu fyrir hönd Ara Edwald, forstjóra félagsins, í gær. „Ef 365 miðlar hefðu ekki verið seldir og 365 hf. lýst gjaldþrota hefði Landsbankinn væntanlega tekið 365 miðla til fullnustu krafna sinna, en bankinn var með handveð í öllum hlutabréfum 365 miðla og þá hefði ekkert fengist til greiðslu inn á skuldabréf,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. MYNDATEXTI 365 Segja gjaldþrot mundu hafa skilað verri heimtum skuldabréfaeigenda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar