Kammerkór Norðurlands

Skapti Hallgrímsson

Kammerkór Norðurlands

Kaupa Í körfu

Hljómfagur og samstilltur kór verður ekki til af sjálfu sér. Þegar áheyrandi mætir uppábúinn á tónleika til þess að njóta fegurðarinnar um stund er jafnan langur tími að baki við æfingar hjá söngvurum og stjórnanda. Margir svitadropar. Stundum margir bensíndropar; það á að minnsta kosti við í tilfelli Kammerkórs Norðurlands. Rúmir tveir tugir manna frá Sauðárkróki í vestri til Kópaskers í austri hittast þrisvar til fimm sinnum á vetri, einn til þrjá daga í senn, og syngja saman undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar sem hefur verið við stjórnvölinn síðan árið 2000. MYNDATEXTI Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnandi kammerkórsins les nótur við flygilinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar