Tónlistarhúsið Harpan

Tónlistarhúsið Harpan

Kaupa Í körfu

Harpan Glerhjúpur tónlistarhússins er mikið verk og flókið, en smátt og smátt tekur húsið á sig mynd. TÆPLEGA 60 Kínverjar vinna nú við uppsetningu glerhjúps tónlistarhússins í Austurhöfninni sem fengið hefur nafnið Harpa. Kínverjunum fjölgar enn á næstu vikum og mánuðum og verða flestir rúmlega 100 í sumar, en framleiðsla glersins og uppsetning er á sömu hendi. Kínverjarnir búa í húsnæði ÍAV á Keflavíkurflugvelli og fara með rútu á milli kvölds og morgna. Kínversku starfsmennina var þó ekki að finna á vinnustaðnum í gær þar sem þeir fengu frí til að fagna ári tígursins, en það tók við af ári uxans. Nú er unnið á fimm stöðum í húsinu við uppsetningu glerhjúpsins sem er flókið verk og vandasamt. Sem dæmi má nefna að vinnuteikningar af glerhjúpnum eru alls yfir átta þúsund talsins, samkvæmt upplýsingum Sigurðar R. Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Austurhafnaverkefnisins á vegum ÍAV. Hann sagði að uppsetning glersins hefði byrjað síðasta sumar en umfang verksins myndi síðan aukast þegar kæmi fram á sumarið. Gert er ráð fyrir að húsinu verði lokað í haust.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar