Eyrarrósin 2010 afhent á Bessastöðum

Eyrarrósin 2010 afhent á Bessastöðum

Kaupa Í körfu

Svipur með styttu og bræðrum »Það er alltaf gott að fá klapp á bakið og viðurkenningu fyrir störf sín. Þetta hvetur okkur áfram til dáða,« segir Magni Ásgeirsson söngvari þegar ha... Eyrarrósin 2010 afhent á Bessastöðum »Það er alltaf gott að fá klapp á bakið og viðurkenningu fyrir störf sín. Þetta hvetur okkur áfram til dáða,« segir Magni Ásgeirsson söngvari þegar hann tók við Eyrarrósinni, sérstakri viðurkenningu til framúrskarandi menningarverkefnis á landsbyggðinni. Eyrarrósin góða kom að þessu sinni í hlut Bræðslunnar, tónlistarhátíðarinnar á Borgarfirði eystra, sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum og er jafnan fjölsótt. Magni stendur að hátíðinni með bróður sínum, Áskeli Heiðari og saman veittu þeir viðtöku í gær verðlaunagrip hátíðarinnar, sem að þessu sinni var stytta eftir Steinunni Þórarinsdóttur myndhöggvara. Var vel við hæfi að styttan væri kall með skalla, rétt eins og bræðurnir frá Borgarfirði eystra. | 35 Eyrarrósin 2010 kom í hlut tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar á Borgarfirði eystra og veittu aðstandendur hennar viðurkenningunni móttöku í dag við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Áskell Heiðar og Magni Ásgeirssynir, forsvarsmenn Bræðslunnar tóku við viðurkenningunni úr hendi Dorrit Moussaieff, verndara Eyrarrósarinnar. Fjölmennt var við athöfnina en auk afhendingar viðurkenningarinnar fluttu Sigríður Thorlacius og Högni Egilsson tónlist við góðar viðtökur gesta. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Hrefna Haraldsdóttir stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík fluttu ávörp. Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystraer haldin árlega í húsi gamallar síldarbræðslu Kaupfélags Héraðsbúa, sem breytt hefur verið í tónleikahús. Hátíðin hefur vaxið jafnt og þétt allt frá upphafi hennar árið 2004 og á síðasta ári voru gestir Bræðslunnar um tv

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar