Eyrarrósin 2010 afhent á Bessastöðum

Eyrarrósin 2010 afhent á Bessastöðum

Kaupa Í körfu

Bessastaðir, Eyrarrósin, verðlaun, Bræðslan. Eyrarrósin 2010 kom í hlut tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar á Borgarfirði eystra og veittu aðstandendur hennar viðurkenningunni móttöku í dag við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Áskell Heiðar og Magni Ásgeirssynir, forsvarsmenn Bræðslunnar tóku við viðurkenningunni úr hendi Dorrit Moussaieff, verndara Eyrarrósarinnar. Fjölmennt var við athöfnina en auk afhendingar viðurkenningarinnar fluttu Sigríður Thorlacius og Högni Egilsson tónlist við góðar viðtökur gesta. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Hrefna Haraldsdóttir stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík fluttu ávörp. Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystraer haldin árlega í húsi gamallar síldarbræðslu Kaupfélags Héraðsbúa, sem breytt hefur verið í tónleikahús. Hátíðin hefur vaxið jafnt og þétt allt frá upphafi hennar árið 2004 og á síðasta ári voru gestir Bræðslunnar um tvö þúsund talsins. Aðalsmerki Bræðslunnar er hin einstaka stemning sem myndast í síldarbræðslunni á tónleikakvöldinu sjálfu. Með alúð við skipulagningu hátíðarinnar og metnaði stjórnenda hefur Bræðslunni tekist að efla menningarlíf, mannlíf og ferðaþjónustu svæðisins og virkjað sköpunargleði og samtakamátt íbúa Borgarfjarðar eystra. Þannig hefur þessu samstarfsverkefni nokkurra heimamanna tekist að skapa Borgarfirði eystra fastan sess í tónleikaflóru sumarsins og varanlegt sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu. Þrjú verkefni voru tilnefnd og kynnt sérstaklega á Bessastöðum í dag. Hin verkefnin tvö eru Eiríksstaðir í Haukadal og Skjaldborg, heimildarmyndahátíð á Patreksfirði. Handhafar Eyrarrósarinnar frá upphafi eru: Þjóðlagahátíðin á Siglufirði; LungA, Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, Strandagaldur á Hólmavík, Rokkhátíð alþýðunnar; Aldrei fór ég suður og Landnámssetrið í

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar