Jón Finnbogason sparisjóðsstjóri - BYR sparisjóður

Jón Finnbogason sparisjóðsstjóri - BYR sparisjóður

Kaupa Í körfu

Blaðburður Jón sinnti starfi blaðbera Morgunblaðsins hreyfingarinnar vegna. Jón Finnbogason var ráðinn sparisjóðsstjóri Byrs í janúar á þessu ári, en hann hafði gegnt stöðunni tímabundið um nokkurt skeið fram að fastráðningu. Jón ber ábyrgð á fjárhagslegri endurskipulagningu Byrs, sem reikna má með að ljúki innan nokkurra vikna. Jón er 38 ára gamall lögfræðingur, en hann starfaði lengi vel hjá Kaupþingi. Í lok desember 2008 ákvað Jón að söðla um og réð sig til starfa á lögfræðisviði Byrs.ón er kvæntur Lindu Björk Jónsdóttur, en þau hófu sitt samband í gagnfræðaskóla fyrir um það bil 22 árum. Þau eiga saman fimm börn, hið yngsta níu mánaða og elsta 12 ára. Þau hjón kynntust á æfingum í fimleikafélaginu Gerplu, en Jón var þar til fyrir skömmu formaður félagsins. Hann sér þó enn um æfingar á hverjum sunnudegi, þrátt fyrir miklar annir við áðurnefnda endurskipulagningu. »Ég hef mikinn áhuga á skipulagingu æfinga og leikja fyrir börn. Stór barnaafmæli eru því ekki vandamál á mínu heimili, mér þykir fátt skemmtilegra en að skipuleggja slíka atburði,« segir sparisjóðsstjórinn. Þar til fyrir ári voru Jón og kona hans meðal blaðbera Morgunblaðsins: »Líkamsrækt hafði setið á hakanum hjá okkur hjónum um talsvert skeið vegna mikilla anna. Ég bar út Morgunblaðið sem ungur drengur, og fyrir nokkrum árum fékk ég þá hugmynd að hefja blaðburð að nýju. Þetta er góð hreyfing og kílóin láku af mér í kjölfarið, enda ekki slæmt að hefja daginn á löngum göngutúr,« segir Jón. Í byrjun sumars 2009 lét Jón af blaðburðarstörfum, þar sem hann sá fram á að þurfa að sinna ýmiskonar viðhaldsvinnu á sumarbústað fjölskyldunnar. »Ég á þó alveg eins von á því að ég hefji aftur blaðburðinn næsta haust,« segir hann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar