Á Mývatni - Bárugarðar

Birkir Fanndal Haraldsson

Á Mývatni - Bárugarðar

Kaupa Í körfu

Ísinn á Mývatni hefur átt frekar erfitt uppdráttar í vetur. Umhleypingasöm veðrátta hefur veikt hann á stundum og stórar eyður þá myndast. Þessu hefur fylgt töluvert ísrek og átök í fjörum þar sem ís mætir landi. Ef sandfjara er verða til sandhryggir, þeim fjölgar í tímans rás og verða að sérkennilegu landslagi. Mývetningar nefna það fyrirbrigði bárugarða. Einhver stærsta báran við vatnið heitir Belgjarbára, myndin sýnir hvernig ísinn hefur ruðst þar upp í fjöru og ýtt sandinum á undan sér.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar