Skátafélagið Skjöldungur

Skátafélagið Skjöldungur

Kaupa Í körfu

SKÁTAFÉLAGIÐ Skjöldungar hefur undanfarið staðið fyrir söfnun á ýmsum munum innan félagsins, svo sem fatnaði, leikföngum og svefnpokum, handa skátasystkinum sínum á Haítí. Í Skjöldungi starfa skátar frá 7 ára aldri en starfssvæði þeirra er Laugardalurinn. Hátíðarkvöldvaka var haldin í gær, í upphafi góðverkadaga félagsins, og þar voru Gunnari Björgvini Kristinssyni afhentir munirnir og mun hann koma þeim til skáta á Haítí. Öflugt skátastarf er nú á Haítí þar sem þeir taka þátt í því miklar hjálpar- og uppbyggingarstarfi sem þar fer nú fram í kjölfar jarðskjálftanna sem skóku landið í byrjun ársins. Gunnar Björgvin hefur lengi starfað með Skjöldungum en hann var einn þeirra sem fóru út til Haítí í janúar með alþjóðabjörgunarsveitinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar