Hliðarfjall

Hliðarfjall

Kaupa Í körfu

UM 2.600 manns brunuðu í skíðabrekkunum í Hlíðarfjalli á Akureyri á laugardag. Það nálgast það að vera met. „Hér er hvítt ofan úr fjalli og niður í fjöru. Aðstæður eru eins og best getur orðið,“ sagði Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, í samtali við Morgunblaðið. Eins og myndin, sem tekin var í gær, ber með sér, hefur hann lög að mæla. Í Bláfjöllum eygja menn nú von um að hægt verði að opna um næstu helgi. Spár veðurfræðinga gefi fyrirheit um snjókomu síðari hluta viku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar