Framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar

Ernir Eyjólfsson

Framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar

Kaupa Í körfu

Í GÆR héldu nemendur við Fjölbrautaskólann við Ármúla metnaðarfullan fund sem kallaðist Upp úr skotgröfunum – umræða um framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar. Á meðal þeirra sem tóku til máls voru Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Páll Magnússon útvarpsstjóri og Ragnar Bragason leikstjóri. Umræðurnar voru fjörugar, enda eldheitt málefni á ferðinni, og var anddyri skólans stappfullt. Ánægjulegt og fordæmisgefandi framtak hjá þessum ungu nemendum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar