Ljósakróna í Reykholtskirkju

Sigríður Kristinsdóttir

Ljósakróna í Reykholtskirkju

Kaupa Í körfu

Reykholt-Við messu á sunnudag var tendrað á tveimur ljósakrónum sem hengdar hafa verið upp í Reykholtskirkju. Krónurnar eru teiknaðar af arkitekti hússins, Garðari Halldórssyni. Þetta eru mikil mannvirki, um 3 m í þvermál og bera 36 ljósaperur hvor, 24 á neðri hring og 12 á efri. Ljósakrónurnar falla vel að arkitektúr hússins bæði hvað varðar efni og form. Í miðju þeirra er gert ráð fyrir að settir verði hátalarar. Helga Guðráðsdóttir frá Kópareykjum og fjölskylda hennar lögðu fram fé til lýsingar kirkjunni í minningu barns sem þau misstu, Sigurjóns Eyjólfssonar, en hann hefði orðið fertugur árið 1999. Hjónin Gunnar Á. Gunnarsson og Ingibjörg A. Konráðsdóttir, bændur á Hýrumel, gáfu síðan, ásamt börnum sínum, mikið fé til þessara ljósakróna. MYNDATEXTI: Hinar nýju ljósakrónur Reykholtskirkju bera alls 72 perur

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar