Heimsókn í Tónlistarhúsið

Heimsókn í Tónlistarhúsið

Kaupa Í körfu

AÐ minnsta kosti tíu þúsund manna ráðstefnur verða árlega haldnar í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu náist markmið sem Ráðstefnuskrifstofa Íslands og Portus ehf kynntu í gær. Gera má ráð fyrir því að hver og ein alþjóðleg ráðstefna sem hér verður haldin muni velta tugum milljóna króna, vegna kaupa ráðstefnugesta á vörum og þjónustu, og skapi þannig þjóðinni dýrmætar gjaldeyristekjur. 300 stærstu fyrirtækjum landsins og ýmsum fagaðilum var í gær boðið til kynningar um þá möguleika sem Harpa skapar til alþjóðlegs ráðstefnuhalds hér á landi. Nú þegar hefur fyrsta ráðstefnan verið bókuð, en það verður 2.000 manna Evrópuþing tannréttingasérfræðinga árið 2013.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar