Eldgos í Eyjafjallajökli

Eldgos í Eyjafjallajökli

Kaupa Í körfu

Nóg fóður Hestarnir láta reykjarstrókinn ekki á sig fá og fylgjast með umferðinni um Fljótshlíðarveg. Í baksýn grillir í Eyjafjallajökul. REYKJARSTRÓKURINN frá eldstöðvunum við Eyjafjallajökul sást vel síðdegis í gær þar sem hann lá út Fljótshlíðina, undan austanroki. Ekki sást til eldstöðvarinnar sjálfrar vegna dimmviðris. Fáir voru á ferli í Fljótshlíðinni framan af degi í gær enda hafði efri hluti sveitarinnar verið rýmdur og fólki bannað að fara heim nema til að sinna skepnum eða af öðrum brýnum ástæðum. Síðdegis var vegurinn opnaður og þá var mikil umferð um Fljótshlíðarveg. Fjöldi hrossa er á útigangi á Suðurlandi og hafa bændur áhyggjur af þeim í öskufalli vegna eldgossins. Dýralæknar mæla með því að hrossunum sé gefið nóg að éta, þannig að þau þurfi ekki að krafsa. Víða við vegi má sjá stóð standa í heyrúllum þannig að bændur hafa farið eftir ráðum dýralæknanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar