Eldgos í Eyjafjallajökli

Eldgos í Eyjafjallajökli

Kaupa Í körfu

Fámenni undir Eyjafjöllum og lítil umferð er helsta tákn um náttúruhamfarir Lífið fer úr skorðum þegar rýma þarf hús ELDGOSIÐ á Fimmvörðuhálsi raskar daglegu lífi fólks á rýmingarsvæðinu í Rangárþingi eystra. Íbúarnir þurftu að yfirgefa heimili sín í snarhasti og gista annars staðar og komust ekki heim aftur fyrr en síðdegis í gær. Íbúar fjórtán bæja fengu ekki að sofa heima í nótt. Fólkið tekur hlutunum með ró en vonar að eldgosið fjari fljótt út svo lífið komist aftur í fastar skorður. Rýming Gestkvæmt var í gær í Varmahlíð undir Eyjafjöllum. Þangað komu nágrannar sem þurftu að rýma hús sín, Pétur Freyr Pétursson og Helga Haraldsdóttir frá Núpakoti og Guðný Valberg, Hanna Lára Andrews, Ólafur Pálsson og Páll Eggert Ólafsson frá Þorvaldseyri. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar