Góðgerðardagur í Hagaskóla

Góðgerðardagur í Hagaskóla

Kaupa Í körfu

Tíundi BB var með flóamarkað í mexíkönskum stíl GÓÐGERÐARDAGUR var haldinn í Hagaskóla í fyrradag og var markmiðið að safna peningum fyrir tvenn góðgerðarsamtök, Sóleyjar og félaga og Vildarbörn. Nemendur skólans unnu hörðum höndum í margar vikur að undirbúningi góðgerðardagsins og þótti hann takast vel. Fjölbreytt tónlistar- og dansatriði voru í boði, flóamarkaður, andlitsmálning fyrir börn, hjólreiðaviðgerðir, litun og plokkun, naglasnyrting og ýmislegt fleira gegn vægri greiðslu. Þá voru einnig kaffihús í skólanum þar sem gestir gátu keypt sér veitingar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar