KA Íslandsmeistarar í blaki

KA Íslandsmeistarar í blaki

Kaupa Í körfu

Þrennan KA-menn fögnuðu að vonum vel eftir að hafa tryggt sér þrennuna á laugardaginn eftir annan sigur á HK, nú í Digranesi. Nítján ár eru síðan Akureyrarfélagið fagnaði Íslandsmeistaratitli í blaki karla. »ÞETTA var eiginlega leiðinlega léttur leikur,« sagði Hilmar Sigurjónsson, fyrirliði karlaliðs KA í blaki, eftir að KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 3:0-sigri á HK í öðrum úrslitaleik liðanna. »HK náði sér eiginlega aldrei á strik og komst ekki inn í leikinn að þessu sinni,« bætti fyrirliðinn við, en hrinurnar enduðu 25:7, 25:11 og 25:14. KA er því Íslands-, bikar- og deildarmeistari og þrennan fullkomnuð hjá félaginu. »Þetta er bara fullkomið. Við settum okkur þetta markmið í haust, enda þýðir ekkert annað en setja markið hátt og reyna að ná því. Okkur tókst það og þetta er frábært,« sagði Hilmar. Þetta er í þriðja sinn sem KA verður Íslandsmeistari í blaki karla, en ýmsum fannst kominn tími til því nítján ár eru síðan norðanmenn fögnuðu tilinum síðast. »Það er spurning hvaða titill er ljúfastur. Ætli það sé ekki Íslandsmeistaratitillinn, hann er fyrir árangurinn í allan vetur, en það var líka mjög sætt að verða bikarmeistari,« sagði Hilmar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar