Íslandsmótið í skák

Íslandsmótið í skák

Kaupa Í körfu

ÍSLANDSMÓTIÐ í skák byrjaði með látum í Lágafellinu í Mosfellsbæ í gær. Fjörlega var teflt í landsliðsflokki. Dagur Arngrímsson vann Björn Þorfinnsson í skák fyrstu umferðarinnar. Hannes Hlífar Stefánsson vann Daða Ómarsson og Guðmundur Gíslason lagði Þorvarð F. Ólafsson. Bragi Þorfinnsson sigraði Róbert Lagerman og Stefán Kristjánsson hafði betur í seiglusigri gegn Ingvari Þór Jóhannessyni í lengstu skák umferðarinnar. Hinn ungi og efnilegi skákmaður Sverrir Þorgeirsson gerði sér svo lítið fyrir og gerði jafntefli við stórmeistarann Þröst Þórhallsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar