Bændaviðurkenningar á Hótel Sögu

Bændaviðurkenningar á Hótel Sögu

Kaupa Í körfu

Ólafur Eggertsson, bóndi frá Þorvaldseyri, hlaut heiðursverðlaunin orkubóndinn 2010, sem veitt voru í gær til að heiðra frumkvöðla á sviði endurnýjanlegrar orku. Ólafur hlýtur verðlaunin fyrir brautryðjendastarf í ræktun repju og störf að virkjunarmálum á sviði vatnsorku og jarðhita. Eiður Jónsson frá Árteigi fékk sérstök smíða- og hönnunarverðlaun fyrir framlag sitt til virkjunarmála en fjöldi virkjana sem hann og faðir hans hafa komið að eru nú 100 talsins. Þá hlaut Bjarni Malmquist Jónsson, 23 ára rafiðnfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík, verðlaun sem bjartasta vonin

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar