Rúnar Óskarsson og félagar

Rúnar Óskarsson og félagar

Kaupa Í körfu

Næstkomandi fimmtudag, uppstigningardag, kl. 17:00 býður Rúnar Óskarsson klarínettuleikari til kammertónleika í Hafnarborg í Hafnarfirði þar sem klarínettan verður í forgrunni. Fyrri hluti tónleikanna er helgaður nýlegri íslenskri tónlist fyrir bassaklarínettu og klarínettu en á seinni hluta tónleikanna verða leikin verk eftir W.A. Mozart og Max Bruch. Auk Rúnars, sem leikur á klarínettu, koma fram Hilmar Þórðarson, sem sýslar með rafhljóð, Hlín Pétursdóttir sópransöngkona, Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Pálína Árnadóttir fiðluleikarar, Þórunn Ósk Marínósdóttir lágfiðluleikari og Margrét Árnadóttir hnéfiðluleikari.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar