Lækjargata 2

Lækjargata 2

Kaupa Í körfu

Legókallar? Smiðirnir raða grindinni saman eftir kúnstarinnar reglum. Loks má sjá glögg merki þess að Lækjargata 2 rís á ný. Hafist er handa við að setja að nýju saman grind hússins en eftir eldsvoðann fyrir rúmum þremur árum var húsið tekið niður, spýtu fyrir spýtu, og nothæft timbur úr því sett í þurrk. Verður síðan notast við það efni sem heillegt er til að endurbyggja húsið en fyrsta hæðin, svokallað fótstykki, var orðin mjög fúin og þarf því talsvert af nýju byggingarefni þar. Til að hafa mælingar sem nákvæmastar og halda upprunalegri smíð hússins var húsgrindin sett saman vestur áFiskislóð og er síðan flutt í pörtum að Lækjargötu þar sem smiðir vinna að endurbyggingu. Má því nánast segja að smiðirnir séu í kubbaleik, þar sem þeir raða húsinu saman. Mikil nákvæmnisvinna er þó framundan en gaman verður fyrir borgarbúa og aðra að fylgjast með framvindu endurbyggingarinnar að Lækjargötu 2 í sumar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar