Iðnskólinn í Hafnarfirði - Vorsýning

Iðnskólinn í Hafnarfirði - Vorsýning

Kaupa Í körfu

Vorsýning Iðnskólans í Hafnarfirði opnar formlega í dag við skólaslit. Sýningin er árlegur viðburður þar sem tekin er saman vinna nemenda og verkefni sett upp. Meðal þess sem er á sýningunni í ár er snjóbræðslukerfi frá pípulagningadeild, draugabani frá rafmagnsdeild, sýnishorn af vinnu nemenda í byggingadeild við endurgerð gamallar kirkju í Krýsuvík. Hársnyrtideild sýnir nokkur dæmi um mismunandi hárgreiðslu. Útstillingardeild sýnir útstillingar í glerskápum. Stólamódel, formfræðilíkön, fuglahús og leirbollar eru dæmi um fjölbreytilega vinnu nema í hönnunardeild. Tækniteiknarar sýna lokaverkefni sín, auk þess sem fjöldi smíðisgripa úr málmi, tré og plasti verða á sýningunni. MYNDATEXTI Skemmtilegt Nemandi við litríkt stofuborð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar