Listahátíð 2010

Listahátíð 2010

Kaupa Í körfu

Á litlu borði liggur fremur snyrtileg hrúga af málningartúpum og tuskum og ofan á henni gleraugu. Í loftinu er málningarlykt og alls staðar eru málverk, þau eru í hillum, á veggjum og upp við veggi og þau eru veisla fyrir augað, sem ekki þarf að koma á óvart þegar vettvangurinn er vinnustofa Helga Þorgils Friðjónssonar. Saxófónn á gólfi, kontrabassi og trommusett eru kannski meira á skjön. MYNDATEXTI Vinnustofudjass Óskar Guðjónsson saxófónleikari og félagar hans, Scott MacLemore trommuleikari og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, spinna djass í undraveröld málarans Helga Þorgils Friðjónssonar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar