Enron - Borgarleikhúsið

Enron - Borgarleikhúsið

Kaupa Í körfu

Það er ekki seinna vænna. Leikhópur úr Borgarleikhúsinu hefur komið sér makindalega fyrir og fræðist um siðblindu. Æfingar hófust fyrir tveimur vikum á breska leikritinu Enron, eftir unga konu að nafni Lucy Pebble, og þessa dagana er kafað ofan í heiminn sem Enron varð til í, hvernig veldi þess reis og hneig – og til hliðsjónar er bankahrunið hérlendis. „Við byrjum á því að kynna okkur bakgrunn verksins, samhliða því að æfa senurnar,“ segir Stefán Jónsson, leikstjóri. „Til þess þurfum við að skilja þennan heim og greina hann. Það eru tvær vikur eftir af æfingum í vor, síðan hittumst við aftur í haust og æfum í mánuð fram að frumsýningu í september.“ Hann segir verkið lipurlega skrifað. „Það er dregin upp skýr mynd og skiljanleg af flóknum heimi – heimi sem byggði í raun á því að vera flókinn, þannig að gerendurnir gætu falið sig og komist framhjá lögum og reglum og öllu því sem heitir samfélagssáttmáli.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar