Skaftárhlaup 2010

Jónas Erlendsson

Skaftárhlaup 2010

Kaupa Í körfu

„Þetta er ósköp lítið að sjá sem betur fer, kannski. Þetta byrjaði um eitt-leytið eftir hádegið en þá bárust vísbendingar um að eitthvað væri að gerast. Á milli tvö og þrjú var orðið staðfest að þetta væri hlaup. Það var líka kominn litur í ána,“ segir Þorsteinn M. Kristinsson, lögreglumaður á Kirkjubæjarklaustri, um Skaftárhlaupið sem hófst í fyrrinótt. Þegar myndin var tekin, skammt frá bænum Skaftárdal um kvöldmatarleytið, var töluvert hlaupvatn í ánni. Þorsteinn segir hlaupið í október 2008 hafa verið mun tilkomumeira en nú. Bændur í sveitinni séu vanir hlaupum og láti sér því ekki bregða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar