Selaskoðun á Húnaflóa

Karl Ásgeir Sigurgeirsson

Selaskoðun á Húnaflóa

Kaupa Í körfu

Félagið er stofnað um kaup og rekstur á bát, sem hefur hlotið heitið Brimill og verður gerður út frá Hvammstanga til selaskoðunarferða og annarrar afþreyingar, s.s. sjóstangveiðar og miðnætursiglinga á Húnaflóa. Eigendur þess eru tvenn hjón á Hvammstanga, en karlarnir, Eðvald Daníelsson og Kjartan Sveinsson skipa áhöfn bátsins. Konurnar, Sigurbjörg B. Sölvadóttir og Anna María Elíasdóttir huga að rekstri í landi. MYNDATEXTI: Blessun Sr. Magnús Magnússon með áhöfninni, Kjartani og Eðvald.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar