Umferðardeild LRH 50 ára

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Umferðardeild LRH 50 ára

Kaupa Í körfu

Umferðardeild lögreglu höfuðborgarsvæðisins 50 ára Þann 16. júní 1960 var tilkynnt stofnun sérstakrar umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík og er deildin því 50 ára um þessar mundir. Við stofnun sína hafði deildin 8 mótorhjól til umráða, jafnmörg eftirlitshverfum borgarinnar, og tvo lögreglubíla. Afmælisins verður minnst í dag á lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem haldið verður kaffisamsæti fyrir núverandi og fyrrverandi starfsmenn deildarinnar, um 120 manns, og farið yfir söguna í máli og myndum. Í dag heitir deildin umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og eru um 28 menn starfandi í deildinni sem hefur það aðalhlutverk að fylgjast með allri umferð á höfuðborgarsvæðinu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar