Tónlistarhúsið 28 júní

Tónlistarhúsið 28 júní

Kaupa Í körfu

Vel virðist ganga að glerja Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn. Hluti glersins er litaður og breytir glerið um lit eftir því hvar staðið er og horft á það en Ólafur Elíasson hannaði glerhjúpinn. Form hjúpsins er byggt á íslensku stuðlabergi en nákvæmar rannsóknir voru framkvæmdar á því við hönnun hjúpsins hvernig sólarljósið hegðar sér í miðborginni. Þá hefur sérstakri lýsingu verið komið fyrir í suðurveggnum sem byggist á LED-tækninni. Þannig verður hægt að stjórna lit og styrkleika lýsingar í hverjum kubb en það mun gera bygginguna afar tilkomumikla í myrkri. Suðurhliðin samanstendur af 823 glersteinum en skorið gler í Hörpu nemur 6100 m².

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar