Mæðgur á leið til Noregs
Kaupa Í körfu
Mæðgur á leið til Noregs fer utan nú síðar í mánuðinum og Þóra Úlfarsdóttir móðir hennar með henni og ætlar að halda henni heimili og vera til halds og trausts. Faðir Erlu og maður Þóru, Ásgeir Magnússon, verður hins vegar hér heima ásamt tveimur eldri börnum. Styðjum við dóttur okkar „Við viljum styðja dóttur okkar og ætlum því að halda heimili í tveimur löndum svo henni sé mögulegt að komast í þennan skóla. Stefnan er að vera þarna í þrjá vetur uns stúdentsprófi er náð,“ segir Þóra sem nú er að undirbúa flutning þeirra mæðgna til Noregs. „Mér skilst að það eigi ekki að vera neitt mál fyrir Íslendinga að fá vinnu úti. Ég hef sjálf unnið við bókhald og vonast til þess að fá vinnu þegar við erum komnar út.“ Þrjár íslenskar stúlkur sem allar hafa getið sér gott orð við skíðaiðkun eru um þessar mundir við nám í Geilo: María Guðmundsdóttir, Fanney Guðmundsdóttir og Katrín Vilhelmsdóttir. Einnig æfir Íris Guðmundsdóttir, systir Maríu, með skólanum en hún hefur lokið prófi þaðan. Þá stundaði skíðakappinn frá Ólafsfirði, Kristinn Björnsson, nám við skólann á sínum tíma. „Skíðasvæðið í Geilo er vel búið til snjóframleiðslu og því byrjar skíðatímabilið um miðjan nóvember og lýkur í apríl. Á sumrin og snemma hausts er svo farið á skíði upp á jökla eða annars staðar þar sem fannir er að finna. Æfingarnar eru þrotlausar og þær skapa meistarann,“ segir Þóra. Mamma flytur með dótturinni Erla Ásgeirsdóttir í norskan skíðamenntaskóla Morgunblaðið/Árni Sæberg Mæðgur Erla og Þóra, móðir hennar, undirbúa nú Noregsför þar sem þær hyggjast vera í þrjú ár á meðan dóttirin nemur í skíðamenntaskólanum sem þykir vera í fremstu röð og ávísun á mörg tækfæri og jafnvel sæta sigra.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir