Héldu uppskeruhátíð í Nauthólsvík

Ernir Eyjólfsson

Héldu uppskeruhátíð í Nauthólsvík

Kaupa Í körfu

Síðastliðna viku hafa 25 unglingar frá Zafra á Spáni dvalið hér á landi til að taka þátt í skiptinemaverkefni á vegum Evrópu unga fólksins. Þeir hafa m.a. farið í Landmannalaugar í útilegu, „Amazing Race“-keppni á Þingvöllum o.m.fl. ásamt íslenskum jafnöldrum sínum sem munu endurgjalda heimsóknina næsta sumar. „Þetta er búið að vera alveg frábært,“ segir Margrét Jónsdóttir, vararæðismaður Spánar á Íslandi og einn af skipuleggjendum verkefnisins. Uppskeruhátíð var haldin í gær í Nauthólsvík og skemmtu börn og foreldrar sér konunglega.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar