Grímsborgir Guest Houses - Grímsnes

Grímsborgir Guest Houses - Grímsnes

Kaupa Í körfu

Ólafur Laufdal og Kristín Ketilsdóttir. Ólafur Laufdal og Kristín Ketilsdóttir leigja út lúxusíbúðir í Grímsborgum - Aftur komin útí veitingarekstur eftir fárra ára hlé - Oft langur vinnudagur hjá einyrkjum í gestaþjónustu. Ólafur Laufdal veitingamaður hefur sjaldan haft meira að gera en eftir að hann flutti í sveitina til að setjast í helgan stein. Þau hjónin byggðu sjö hús í nágrenni við íbúðarhús sitt og bjóða þar nú gistingu í lúxusíbúðum og reka veitingastað. Það kemur meira á óvart að finna þar tvær tískuverslanir. Fyrirtæki Ólafs og Kristínar Ketilsdóttur heitir Grímsborgir og er í sjö húsum við Sogið í Grímsnesi. Húsin eru fullfrágengin í fallegu umhverfi. Þetta eru ekki hefðbundin sumarhús enda kynnt sem lúxusíbúðir. Húsin er rúmgóð, tvær íbúðir í hverju, og þau eru búin fallegum húsgögnum. Umhverfis þau eru 200 fermetra pallar og eins og vera ber fylgir heitur pottur og gasgrill hverri íbúð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar