Hrunaréttir - Esther Guðjónsdóttir

Sigurður Sigmundsson

Hrunaréttir - Esther Guðjónsdóttir

Kaupa Í körfu

Ný Hrunarétt verður að hluta til byggð úr stuðlabergi. Esther Guðjónsdóttir, ritari Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna, segir að hún verði fallegt mannvirki og geti orðið aðdráttarafl fyrir ferðafólk. Almenningurinn verður hlaðinn úr stuðlabergsdröngum úr námu í Hrepphólum en dilkarnir smíðaðir úr járni. Eyktamörkin verða sýnd með hærri steinum í veggnum. Í miðju almenningsins er stærsti drangurinn, rúmlega þriggja metra hár. Hann hefur þegar verið reistur og var flaggað á honum í gær. Síðast var flaggað í Hrunarétt fyrir 56 árum þegar gamla réttin var tekin í notkun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar