Tryggvi Guðmundsson ÍBV

hag / Haraldur Guðjónsson

Tryggvi Guðmundsson ÍBV

Kaupa Í körfu

„Hvað getur maður sagt? Við fengum tvö mörk á okkur á fyrstu fimm mínútunum og bæði mjög klaufaleg. Við vorum kannski fullákafir í varnarleiknum í fyrra markinu, pressuðum á Guðjón í stað þess að halda og vorum auðveldlega teknir út. Seinna markið vorum við klaufar að hreinsa ekki frá í föstu leikatriði. En við þetta fara öll okkar plön úr skorðum en við héldum áfram og sýnum karakter með það að jafna metin. Mér leið vel í stöðunni 2:2, Denis fékk flott færi til að koma okkur í 3:2 en nýtti það ekki. Við fengum fullt af færum í seinni hálfleik en það fengu þeir líka þannig að þetta var líklega opinn og skemmtilegur leikur á að horfa,“ sagði Tryggvi Guðmundsson sem lét Lars Ivar verja frá sér vítaspyrnu í annað sinn í sumar. Er það farið að setjast á sálina?

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar