Endurskipulagningu sparisjóðs lokið

Helgi Bjarnason

Endurskipulagningu sparisjóðs lokið

Kaupa Í körfu

Samningur um fjárhagslega endurskipulagningu Sparisjóðs Bolungarvíkur við Seðlabanka Íslands og aðra kröfuhafa hefur verið undirritaður og öll skilyrði hans uppfyllt. Í tilkynningu frá stjórn sjóðsins segir: „Sparisjóður Bolungavíkur varð fyrir miklu tjóni í bankahruninu en strax var hafist handa við fjárhagslega endurskipulagningu sparisjóðsins. Efnahagur og rekstur var endurskipulagður og stofnfé aukið um 639 milljónir króna að nafnvirði. Lögðust allir á eitt með að koma stofnuninni aftur á réttan kjöl og hefur það nú tekist og uppfyllir sparisjóðurinn nú öll lagaskilyrði fjármálastofnana,“ segir í tilkynningunni. Við undirritun samningsins eignaðist Seðlabanki Íslands og Byggðastofnun 91,4% af stofnfé Sparisjóðs Bolungarvíkur og verður sá hlutur framseldur til Bankasýslu ríkisins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar