Leikskólabörn á Nóaborg planta eplatrjám og berjarunnum

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Leikskólabörn á Nóaborg planta eplatrjám og berjarunnum

Kaupa Í körfu

Komandi kynslóðir barna í leikskólanum Nóaborg munu njóta ávaxta gróðursetningarinnar í gær um ókomin ár, en þá voru sett niður tvö eplatré og fjörutíu berjarunnar, m.a. hindberja, sólberja og rifsberja. Um var að ræða framtak Auðar I. Ottesen, ömmu eins leikskólabarnsins, en samtökin Umhverfi og vellíðan og hvatafélagið Ávextir gáfu trén. Mikil hátíð var þegar Auður, börnin, foreldrar, starfsfólk og aðrir aðstandendur settu trén niður. Að sjálfsögðu var svo boðið upp á kaffi og kleinur að verki loknu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar