Bókamessan í Frankfurt 2010 - blaðamannafundur íslands

Bókamessan í Frankfurt 2010 - blaðamannafundur íslands

Kaupa Í körfu

Viðamikil dagskrá í tilefni af bókastefnu í Frankfurt Þegar hefur verið samið um útgáfu á um hundrað ritverkum, sem verða þýdd úr íslensku eða fjalla um Ísland og koma út í Þýskalandi á næstu tólf mánuðum. Þar á meðal eru höfundar sem ekki hafa verið þýddir áður, sí- gild verk og ljóðabækur, og tvö stórsafnrit. Þá verða Íslendingasögurnar gefnar út í nýrri heildarþýðingu með skýringum hjá forlaginu S. Fischer. MYNDATEXTI: Frankfurt - Steinunn Sigurðardóttir, Sjón og Thomas Böhm, sem stýrir bókmenntaátakinu í Þýskalandi, á blaðamannafundi á bókamessunni í Frankfurt. Þau Steinunn og Sjón fóru á kostum á fundinum, eins og búast mátti við.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar