Halldór Guðmundsson - Bókamessan í Frankfurt

Halldór Guðmundsson - Bókamessan í Frankfurt

Kaupa Í körfu

Margir helstu fjölmiðlar Þýskalands voru viðstaddir fyrsta blaðamannafundinn í tilefni af því aðÍsland er heiðursgestur á bókastefnunni í Frankfurt 2011. „Viðbrögðin hafa verið mjög góð,“ segir HalldórGuðmundsson, verkefnastjóri „Sögueyjunnar Ís-lands“, en hann stýrði fundinum. „Öll helstu blöð Þýskalands sendu fulltrúa og skráðu sig áður, þannig að við vissum að við myndum ná til þeirra. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra var fulltrúi hins opinbera og svo held ég að það hafi verið vel til fundið að fá tvo rithöfunda, Sjón og Stein- unni Sigurðardóttur, sem höfðu samið texta af þessu tilefni.“ MYNDATEXTI: Uppgangur - Halldór Guðmundsson segir þýðingar á ungverskum bókum hafa tvöfaldast eftir að þeir voru heiðursgestir í Frankfurt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar