Tískusýning fjölbrautaskólans í Breiðholti

Tískusýning fjölbrautaskólans í Breiðholti

Kaupa Í körfu

Tískusýning er orðin árlegur viðburður hjá nemendum textíl- og hönnunarbrautar Fjölbrautaskólans í Breiðholti og eru hún stór hluti af lokaáfanga brautarinnar. Sýningin í ár fór fram í hátíðarsal skólans á fimmtudagskvöldið og var heiti hennar Náttúruöfl. Þar sýndu tólf nemendur flíkur sem voru innblásnar af mikilfenglegum öflum náttúrunnar, hvort sem það eru eldgos eða snjóflóð, norðurljós eða ofviðri. Kynnir kvöldsins var Haffi Haff, nemendur á snyrtifræðibraut FB sáu um að farða fyrirsæturnar og nemendur hársnyrtibrautar Iðnskólans í Hafnarfirði sáu um hárið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar