KK - Uppboð - Góði Hirðirinn

KK - Uppboð - Góði Hirðirinn

Kaupa Í körfu

„Þegar við fáum upp úr kössunum svona skemmtilega og óvænta gamla hluti þá höldum við upp á þá til þess að boðið þá upp á uppboði sem þessu,“ segir Halldóra Eldon, aðstoðarverslunarstjóri Góða hirðisins. Í gær fór fram uppboð á sérstökum munum í húsnæði hans sem stjórnað var af tónlistarmanninum KK. Að sögn Halldóru seldust munir á því fyrir 380 þúsund krónur á þeim eina klukkutíma sem uppboðið stóð yfir. Góði hirðirinn hefur áður staðið fyrir uppboðum sem þessu en ágóðanum af þeim er varið til sérstakra verkefna á sviði góðgerðarmála. Að þessu sinni rann hann til Bjarkaráss sem veitir fötluðu fólki dagþjónustu, hæfingu og vinnu. Næsta uppboð Góða hirðisins er fyrirhugað 10. desember næstkomandi

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar