Menntaskólanemendur mótmæla á Austurvelli

Menntaskólanemendur mótmæla á Austurvelli

Kaupa Í körfu

Námsmenn mótmæltu niðurskurði í menntakerfinu við Alþingi - Ráðherra bindur vonir við aðra umræðu fjárlaga Námsmenn komu saman fyrir utan Alþingishúsið í gær og mótmæltu frekari niðurskurði í menntakerfinu, en í gær var alþjóðlegur baráttudagur stúdenta. Að mótmælunum stóðu Samband íslenskra framhaldsskólanema og Stúdentaráð Háskóla Íslands. Á spjöldum mátti meðal annars lesa „Við erum framtíðin“, „Mennt er máttur“ og „Ekki skera okkur niður.“ Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra ræddi við mótmælendurna og sagði mótmælin af hinu góða, skólarnir hefðu ekki verið ofhaldnir fyrir niðurskurð og eðlilegt að nemendur hefðu sitthvað við það að athuga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar