Valgerður Erla Óskarsdóttir

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Valgerður Erla Óskarsdóttir

Kaupa Í körfu

Fyrir fjórum árum slasaðist Valgerður Erla Óskarsdóttir, sem þá var tvítug, alvarlega í bílslysi á Þrengslavegi. Tildrög slyssins voru þau að bílstjóri pallbíls sem kom úr gagnstæðri átt missti stjórn á honum með þeim afleiðingum að hann skall á bíl Valgerðar sem snerist í 180 gráður og endaði utan vegar. Valgerður sat föst í bílnum í um klukkustund og fjölmennt lið björgunarmanna frá slökkviliði og lögreglu þurfti til að losa hana og hlúa að henni. Valgerður var í fjóra mánuði á sjúkrahúsi og í endurhæfingu og sleppti ekki hækjunum fyrr en níu mánuðum eftir slysið. Minnstu munaði að taka þyrfti annan fótinn af Valgerði sem hlaut fjölmörg beinbrot og leiðin til bata hefur verið löng og ströng.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar