Rumon Gamba

Einar Falur Ingólfsson

Rumon Gamba

Kaupa Í körfu

Rumon Gamba, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsvsitar Íslands 2002-2010. Í vikunni stjórnaði Rumon Gamba Sinfóníuhljómsveit Íslands í síðasta skipti sem aðalstjórnandi og listrænn stjórnandi sveitarinnar en hann hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2002. Gamba telur hljómsveitina hafa verið í framför allan þennan tíma. Hann tekur nú við stöðu aðalhljómsveitarstjóra í Svíþjóð. Þetta eru orðin átta ár. Það er langur tími,“ segir breski hljómsveitarstjórinn Rumon Gamba hugsi. „Þetta hefur verið einstakur tími, á margan hátt. Fyrsta árið stjórnaði ég bara tvennum tónleikum, enda var búið að leggja drög að efnisskrá fyrir þann vetur, svo vinnan hófst í raun af alvöru árið eftir, 2003. Vissulega hefur bankahrunið og fylgifiskar þess reynst erfitt fyrir alla í hljómsveitinni síðustu misserin. Við vorum með margar dásamlegar hugmyndir og verkefni sem stefnt var að, en þurfti ýmist að hætta við eða fresta. Og það átti að vera búið að flytja í Hörpu, nýja tónlistarhúsið. En þrátt fyrir það,“ Gamba ypptir öxlum, „höfum við reynt að halda áfram að flytja vandaða tónlist af sífellt meiri metnaði. Það hefur verið verulega góð uppsveifla í hljómsveitinni, allan þennan tíma. Mér finnst hún hafa verið í framför á hverju einasta ári.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar