Hafsteinn Austmann

Einar Falur Ingólfsson

Hafsteinn Austmann

Kaupa Í körfu

Hafsteinn Austmann myndlistarmaður. Yfirlitssýning á olíumálverkumog akvarellum í Gerðarsafni. „Ég hef ekki verið alltaf á sama stað,“ segir Hafsteinn Austmann listmálari og það má glögglega sjá á viðamikilli yfirlitssýningu verka hans í Gerðarsafni í Kópavogi. Þar má sjá olíumálverk og akvarellur frá um 50 ára tímabili. Á skjá á neðri hæð Gerðarsafns sést inn í vinnustofu listmálara. Hvítur strigi er á trönum og til beggja handa ókláruð afstraktmálverk. Listamaðurinn birtist í bláum slopp, gengur að striganum og byrjar að draga línur á hann. Hafsteinn Austmann er að byrja á nýju verki; myndbandið er sex klukkustunda langt og gefur áhugaverða mynd af því hvernig hann vinnur. „Þú getur komið aftur eftir fimm tíma, þá verður myndin byrjuð að fæðast,“ segir Hafsteinn og kímir. Þessa dagana stendur stór yfirlitssýning á verkum Hafsteins yfir í Gerðarsafni í Kópavogi. Á sýningunni, sem kallast Kvika, eru verk frá hálfri öld. Allan þann tíma hefur Hafsteinn verið einn helsti afstraktlistmálari þjóðarinnar, kunnur fyrir sterk tök á vatnslit og olíu, auk þess að eiga nokkra skúlptúra á opinberum stöðum. „Já, þetta er sögð yfirlitssýning,“ segir Hafsteinn þar sem hann gengur með mér um salina. „Í bókinni eru myndir frá 1950 til 2010. Sextíu ár. Það mætti halda að ég væri 120 ára. Nóg er til af verkum, ég hefði getað haldið þrjár, fjórar svona sýningar. Ég heyrði asskoti klóka konu, gagnrýnanda, fjalla um sýninguna í Víðsjá. Hún benti á períódur í minni list sem ég vissi varla af. Er ég ósammála því? Nei, þegar ég hugsa um það þá er þetta svona – annaðhvort þróun afturábak eða áfram. Ég hef ekki alltaf verið á sama stað.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar