New York maí 2010

Einar Falur Ingólfsson

New York maí 2010

Kaupa Í körfu

Í fyrradag lauk 700 klukkustunda löngum gjörningi listakonunnar Marinu Abramovic í MoMA, Samtímalistasafninu í New York. Meðan á yfirlitssýningu á verkum þessarar drottningar gjörningalistarinnar stóð, sat hún grafkyrr á tréstól í forsal safnsins, frá opnun klukkan 11 á morgnana og þar til safnið lokaði sjö tímum síðar, sex daga vikunnar, og horfðist í augu við gesti sem settust í stólinn andspænis henni. Þar á meðal voru kunn andlit, eins og Björk Guðmundsdóttir, Lou Reed og Rufus Wainwright. Í The New York Times er fullyrt að þetta sé fjölsóttasti gjörningur sögunnar: um hálf milljón gesta hafa séð Abramovic sitja þarna. Þá hafa um 800.000 manns fylgst með beinni útsendingu frá gjörningnum á netinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar